Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 09:39 Meghan segir fréttaflutning breskra miðla af bréfaskrifum sínum til Karls konungs árið 2021 ekki réttan. Max Mumby/Indigo/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“ Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01