Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2023 14:00 ÍR-ingar féllu úr Olís-deild karla eins og flestir nýliðar undanfarin ár. vísir/hulda margrét Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér. Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira