Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2023 19:31 Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar 2022. Flokkarnir höfðu þá samanlagt 56,4 prósent kjósenda á bakvið sig en í dag nýtur meirihlutinn stuðnings 54,8 prósent kjósenda samkvæmt könnun Maskínu. Mikil fylgisaukning Samfylkingarinnar og töluverð fylgisaukning Viðreisnar og Pírata bætir upp töluvert fylgistap Framsóknarflokksins Vísir/RagnarVisage Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Könnun Maskínu var gerð dagana 16. til 21. mars og 13. til 21. apríl þar sem tæplega ellefu hundruð borgarbúar á kosningaaldri voru spurðir út í ýmislegt eins og hvort meirihlutinn hefði staðið sig vel eða illa? Aðeins 16,8 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig vel, 29 prósent í meðallagi en 54,1 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Heldur fleiri en í sams konar könnun frá því í desember þegar 44,9 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig illa og 21,5 prósent að hann hefði staðið sig vel. Niðurstöðurnar eru ekki mikið meira uppörvandi fyrir flokkana í minnihlutanum. Nú telja 12 prósent hann hafa staðið sig vel, 41,8 prósent í meðallagi og 46,1 prósent að minnihlutinn hafi staðið sig illa. Einnig heldur fleiri en í desemberkönnun Maskínu. Þá var spurt hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Álit fólks skiptist mikið eftir því hvar það býr í borginni. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum er ángðastir með störf borgarstjóra en íbúar austan Elliðaáa eru mjög óánægðir með störf hans.Grafík/Sara Ánægðastir eru íbúar í miðborg og Vesturbæ eða 33,8 prósent en þar eru 36,8 prósent einnig óánægð með störf borgarstjórans. Í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum eru 30 prósent ánægð með störf Dags en 50 prósent íbúanna óánægð. Minnstrar hilli nýtur borgarstjórinn í hverfum austan Elliðaáa. Þar eru aðeins 14,5 prósent ánægð með störf hans en 66,6 prósent óánægð. Einar Þorsteinsson forseti borgarstjórnar og Dagur B Eggertsson borgarstjóri hafa bráðlega stólaskipti. Vísir/Ragnar Visage Dagur lætur bráðlega af embætti borgarstjóra samkvæmt samkomulagi flokkanna í meirihlutanum þegar hann og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og forseti borgarstjórnar hafa stólaskipti. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í kosningunum í fyrra með 18,7 prósent atkvæða. Flokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi síðan þá samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn mælist nú með 5,1 prósent atkvæða og hefur fylgið minnkað frá því í desember þegar það var 8,1 prósent. Viðreisn sækir á og er nú með 8,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í desember og mælist nú með 25,2 prósent eins og í kosningunum. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur aukist eins og á landsvísu, eða úr 20,3 prósentum í borgarstjórnarkosningunum í 27 prósent nú. Fylgi Sjálfstæðisflokskins nú er það sama og í kosningunum.Grafík/Sara Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður en Sósíalistaflokkurinn er að braggast með 9,7 prósent og Miðflokkurinn er áfram undir fimm prósentunum. Píratar missa töluvert fylgi frá því í desemberkönnun og eru nú með 14,4 prósent. Samfylkingin bætir aftur á móti við sig töluverðu fylgi bæði frá kosningum og desemberkönnun og mælist nú stærst í borginni með 27 prósenta fylgi. Vinstri græn njóta svipaðs fylgis og í kosningunum í fyrra með 4,1 prósent. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10 Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 16. til 21. mars og 13. til 21. apríl þar sem tæplega ellefu hundruð borgarbúar á kosningaaldri voru spurðir út í ýmislegt eins og hvort meirihlutinn hefði staðið sig vel eða illa? Aðeins 16,8 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig vel, 29 prósent í meðallagi en 54,1 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Heldur fleiri en í sams konar könnun frá því í desember þegar 44,9 prósent töldu meirihlutann hafa staðið sig illa og 21,5 prósent að hann hefði staðið sig vel. Niðurstöðurnar eru ekki mikið meira uppörvandi fyrir flokkana í minnihlutanum. Nú telja 12 prósent hann hafa staðið sig vel, 41,8 prósent í meðallagi og 46,1 prósent að minnihlutinn hafi staðið sig illa. Einnig heldur fleiri en í desemberkönnun Maskínu. Þá var spurt hversu ánægt eða óánægt fólk væri með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Álit fólks skiptist mikið eftir því hvar það býr í borginni. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum er ángðastir með störf borgarstjóra en íbúar austan Elliðaáa eru mjög óánægðir með störf hans.Grafík/Sara Ánægðastir eru íbúar í miðborg og Vesturbæ eða 33,8 prósent en þar eru 36,8 prósent einnig óánægð með störf borgarstjórans. Í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum eru 30 prósent ánægð með störf Dags en 50 prósent íbúanna óánægð. Minnstrar hilli nýtur borgarstjórinn í hverfum austan Elliðaáa. Þar eru aðeins 14,5 prósent ánægð með störf hans en 66,6 prósent óánægð. Einar Þorsteinsson forseti borgarstjórnar og Dagur B Eggertsson borgarstjóri hafa bráðlega stólaskipti. Vísir/Ragnar Visage Dagur lætur bráðlega af embætti borgarstjóra samkvæmt samkomulagi flokkanna í meirihlutanum þegar hann og Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og forseti borgarstjórnar hafa stólaskipti. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í kosningunum í fyrra með 18,7 prósent atkvæða. Flokkurinn hefur hins vegar tapað miklu fylgi síðan þá samkvæmt könnun Maskínu. Framsókn mælist nú með 5,1 prósent atkvæða og hefur fylgið minnkað frá því í desember þegar það var 8,1 prósent. Viðreisn sækir á og er nú með 8,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í desember og mælist nú með 25,2 prósent eins og í kosningunum. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur aukist eins og á landsvísu, eða úr 20,3 prósentum í borgarstjórnarkosningunum í 27 prósent nú. Fylgi Sjálfstæðisflokskins nú er það sama og í kosningunum.Grafík/Sara Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður en Sósíalistaflokkurinn er að braggast með 9,7 prósent og Miðflokkurinn er áfram undir fimm prósentunum. Píratar missa töluvert fylgi frá því í desemberkönnun og eru nú með 14,4 prósent. Samfylkingin bætir aftur á móti við sig töluverðu fylgi bæði frá kosningum og desemberkönnun og mælist nú stærst í borginni með 27 prósenta fylgi. Vinstri græn njóta svipaðs fylgis og í kosningunum í fyrra með 4,1 prósent.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10 Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22
Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 19. apríl 2023 16:10
Einar verði ekki borgarstjóri heldur skiptastjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í umræðum um fjármál borgarinnar í dag að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um 25 prósent á síðustu fimm árum. Samhliða hafi íbúum borgarinnar aðeins fjölgað um 10 prósent. Það segir hún birtingarmynd af bæði ofvöxnu kerfi og slæmum rekstri. Borgarstjóri segir fjölgunina nauðsynlega vegna uppbyggingar og vegna þjónustu við fatlað fólk. 18. apríl 2023 18:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent