„Af hverju má mér ekki líða vel?“ Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. apríl 2023 21:45 Bergþóra Pálsdóttir býr í hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Laugardal. Vísir/Vilhelm Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí. Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Íbúar í hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa boðað til fundar í kvöld þar sem leigusamningar þeirra renna út um miðjan maímánuð. Að sögn Bergþóru Pálsdóttur, eins íbúa tjaldsvæðisins, er enginn á leið þaðan fyrr en búið er að leysa málin. „Hvert ættum við að fara? Ég veit ekki hvert við förum með öll þess hýsi. Það þarf að finna svæði fyrir okkur og við erum tilbúin að færa okkur ef við fáum svæði. Þau þurfa að fara að girða sig í brók sem sjá um þetta,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. Klippa: Íbúar hjólhýsabyggðar í Laugardal uggandi Hún segir að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi reynt ýmislegt en aldrei sé hlustað á neinn íbúa. Það þurfi að finna nýjan blett fyrir hýsin þeirra eða leyfa þeim að vera áfram. „Manni líður bara vel hérna. Af hverju má mér ekki líða vel? Af hverju þarf ég að fara í blokk þar sem mér líður illa? Það geri ég ekki,“ segir Bergþóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tekur undir með Bergþóru og kallar eftir aðgerðum meirihlutans. „Það þarf að taka ákvörðun í þessu og meirihlutinn hefur verið að fresta því að ákveða hvort það eigi að finna langtímastæði eða ekki. Það þarf bara að drífa í því því þetta veldur íbúum hér áhyggjum og kvíða að vita ekki hvort það eigi að fara í það að finna eitthvað langtímastæði. Það hafa komið tillögur um það að það eigi að skoða þetta en svo er ekkert að frétta. Það þarf að afgreiða þetta og finna langtímastæði svo íbúar geti líka skráð lögheimilið sitt,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira