Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 08:01 Anna Úrsúla Gunnarsdóttir telur að kvennaboltinn verði oft útundan ef tekið er mið af karlaboltanum. Vísir/Stöð 2 Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira