Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2023 17:49 Valgerður Rúnarsdóttir er forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga. Stöð 2/Arnar Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. Gert er ráð fyrir því að flýtimóttakan verði samstarfsverkefni milli SÁÁ, Landspítalans og heilsugæslunnar en ekkert er gefið upp um hvenær stendur til að opna, hvar þetta verður eða hver eigi að sjá um þetta. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og hún tekur vel í hugmyndina. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ segir hún. Valgerður segir þó að hugmyndin og tilkynning um hana hafi ekki verið unnin í samráði við SÁÁ og Vog. Hún sé þó mjög ánægð með hana og voni að nefndin samþykki hana í komandi viku. Hvar sérð þú fyrir þer að svona starfsemi gæti farið fram? „Við höfum hugsað um hvernig við gætum komið að svona viðbragðsþjónustu, sem þarf að vera, og það er í samvinnu, eins og til dæmis við bráðamóttöku Landspítalans, geðdeild Landspítalans, heilsugæslustöðvar og eitthvað sem við gætum sinnt á göngudeildinni á Vogi. Metið fólk með tilliti til hvað þarf að gerast brátt. Það er oft þörf á því. Vonandi getum við útfært þetta en ég er mest ánægð að sjá tillögu um að ríkið ætli í raun og veru að borga fyrir lyfjameðferðina sem við höfum veitt fram að þessu, og að miklu leyti á kostnað SÁÁ. Þessar tillögur benda til þess að þeir ætli að greiða fyrir meðferðina sem er veitt nú þegar. Þessar áttatíu milljónir, gatið sem er nú þegar. Það er mjög ánægjulegt, ég vona að þetta fái fylgi hjá ríkisstjórninni.“ Er þetta nóg? „Það eru ýmiss önnur verkefni inni í þessu heyrist mér og þetta er örugglega ekki nóg en þetta er rosalega góð byrjun og gott framlag frá ráðherra,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að flýtimóttakan verði samstarfsverkefni milli SÁÁ, Landspítalans og heilsugæslunnar en ekkert er gefið upp um hvenær stendur til að opna, hvar þetta verður eða hver eigi að sjá um þetta. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og hún tekur vel í hugmyndina. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ segir hún. Valgerður segir þó að hugmyndin og tilkynning um hana hafi ekki verið unnin í samráði við SÁÁ og Vog. Hún sé þó mjög ánægð með hana og voni að nefndin samþykki hana í komandi viku. Hvar sérð þú fyrir þer að svona starfsemi gæti farið fram? „Við höfum hugsað um hvernig við gætum komið að svona viðbragðsþjónustu, sem þarf að vera, og það er í samvinnu, eins og til dæmis við bráðamóttöku Landspítalans, geðdeild Landspítalans, heilsugæslustöðvar og eitthvað sem við gætum sinnt á göngudeildinni á Vogi. Metið fólk með tilliti til hvað þarf að gerast brátt. Það er oft þörf á því. Vonandi getum við útfært þetta en ég er mest ánægð að sjá tillögu um að ríkið ætli í raun og veru að borga fyrir lyfjameðferðina sem við höfum veitt fram að þessu, og að miklu leyti á kostnað SÁÁ. Þessar tillögur benda til þess að þeir ætli að greiða fyrir meðferðina sem er veitt nú þegar. Þessar áttatíu milljónir, gatið sem er nú þegar. Það er mjög ánægjulegt, ég vona að þetta fái fylgi hjá ríkisstjórninni.“ Er þetta nóg? „Það eru ýmiss önnur verkefni inni í þessu heyrist mér og þetta er örugglega ekki nóg en þetta er rosalega góð byrjun og gott framlag frá ráðherra,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26
Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18