Vísbendingar eru um að tíðindin af falli þriðja bankans þar í landi á skömmum tíma muni ekki hafa stórkostlega áhrif á hlutabréfamarkaði þegar þeir verða opnaðir þar í landi í dag.
First Republic-bankinn hefur verið í miklum vandræðum síðustu tvo mánuði og er nú orðinn þriðja bandaríski bankinn á skömmum tíma til að fara á hausinn. Hlutabréf í bankanum féllu nýverið um 75 prósent í virði og kom í ljós að viðskiptavinir hefðu tekið út um 100 milljarða dollara úr bankanum, þrettán þúsund milljarða króna.
Eftir það þurftu yfirvöld að stíga inn í leikinn og setja bankann í greiðslustöðvun. Það var síðan tilkynnt í morgun að JPMorgan hafi keypt bankann.
First Republic-bankinn var með 84 útibú í átta ríkjum Bandaríkjanna en munu þau öll nú breytast í útibú JPMorgan.