Tryllt tölfræði Elínar Klöru í úrslitakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 14:31 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigri Hauka á ÍBV. vísir/hulda margrét Hin átján ára Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5
Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti