Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 15:56 Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn. Getty 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira