HönnunarMars í dag: Kvikmyndahátíð, stafræn listaverk og keppni í sjómann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:00 Tískumerkið Bahns, eða Bið að heilsa niðrí Slipp, stendur fyrir keppni í sjómann í dag í tengslum við HönnunarMars. Aðsend Reykjavíkurborg iðar af menningu þessa dagana í tilefni af HönnunarMars. Í dag, fimmtudag, felur dagskráin meðal annars í sér leiðsögn um íslenska hönnun og arkítektúr með Loga Pedro, opnun á kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ, sjómanns keppni og tískupartý. Fjölbreytt opnunarhóf standa einnig til boða bæði í miðbænum sem og í húsgagnaversluninni Vest í Ármúla, Norræna húsinu, Borgarbókasafninu í Grófinni og úti á Granda. Kiosk Granda verður með tískupartý frá klukkan 16:00-20:00 og Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp frumsýnir glænýja peysu á Sjóminjasafninu, ásamt því að bjóða gestum og gangandi að taka þátt í keppni í sjómann. Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp er óhrætt við að hnikla vöðvana og hefur meðal annars staðið fyrir koddaslag við sjóinn. Aðsend Á Hólmaslóð verður meðal annars opnun á Pásu barnum hjá Lady Brewery þar sem hún hefur breytt höfuðstöðvum sínum í upplifunarbar. Einnig munu Sóley Organics og Geysir afhjúpa fyrstu vöruna úr samstarfsverkefni sínu Rætur í arfleifð okkar. Fischersund stendur fyrir sýningunni Korter í fimm þar sem þau kynna inn nýjan ilm. Ilmurinn er innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun. Ilmurinn frá Fischersundi er innblásinn af íslensku sumardjammi.Erla Franklín Sundbolahönnunarmerkið Swimslow býður síðan í opnunar- og innflutningspartý á Seljavegi klukkan 19:00. Þá verður stafrænu listaverki varpað á norðurhlið Ráðhússins í Reykjavík frá klukkan 20:00-23:00 í kvöld. Hér má nálgast dagskrána í heild sinni fyrir daginn í dag. HönnunarMars Menning Myndlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fjölbreytt opnunarhóf standa einnig til boða bæði í miðbænum sem og í húsgagnaversluninni Vest í Ármúla, Norræna húsinu, Borgarbókasafninu í Grófinni og úti á Granda. Kiosk Granda verður með tískupartý frá klukkan 16:00-20:00 og Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp frumsýnir glænýja peysu á Sjóminjasafninu, ásamt því að bjóða gestum og gangandi að taka þátt í keppni í sjómann. Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp er óhrætt við að hnikla vöðvana og hefur meðal annars staðið fyrir koddaslag við sjóinn. Aðsend Á Hólmaslóð verður meðal annars opnun á Pásu barnum hjá Lady Brewery þar sem hún hefur breytt höfuðstöðvum sínum í upplifunarbar. Einnig munu Sóley Organics og Geysir afhjúpa fyrstu vöruna úr samstarfsverkefni sínu Rætur í arfleifð okkar. Fischersund stendur fyrir sýningunni Korter í fimm þar sem þau kynna inn nýjan ilm. Ilmurinn er innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun. Ilmurinn frá Fischersundi er innblásinn af íslensku sumardjammi.Erla Franklín Sundbolahönnunarmerkið Swimslow býður síðan í opnunar- og innflutningspartý á Seljavegi klukkan 19:00. Þá verður stafrænu listaverki varpað á norðurhlið Ráðhússins í Reykjavík frá klukkan 20:00-23:00 í kvöld. Hér má nálgast dagskrána í heild sinni fyrir daginn í dag.
HönnunarMars Menning Myndlist Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00 Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. 2. maí 2023 14:00
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? 5. apríl 2023 23:10