Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. maí 2023 07:49 Víðast hvar virðist fjölmiðlafrelsi vera á undanhaldi. Paul Zinken/Getty Images Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland. Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland.
Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila