Lækka verð á timbri um heil tíu prósent Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 12:16 Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri. vísir/vilhelm Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent. Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“ Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“
Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira