Lífið

HönnunarMars í dag: Miðborgin iðar af lífi og tískusýning í beinni

Íris Hauksdóttir skrifar
HönnunarMars stendur í fullum gangi um þessar mundir.
HönnunarMars stendur í fullum gangi um þessar mundir. aðsend

HönnunarMars stendur nú sem hæst og óhætt að segja miðborgina iða af lífi. Lífið á Vísi tók púlsinn á dagskránni í dag, föstudag, en af nægu er að taka. 

Hvernig setjum við fólk og umhverfi í fyrsta sæti? Gróska // Málstofa Arkitektafélag Íslands, í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun stendur fyrir málstofu þar sem gæði, umhverfið og samfélag er sett í fyrsta sæti. Í nýrri húsnæðisáætlun ætla ríki og sveitafélög að tryggja byggingu 35.000 nýrra íbúða á landinu á næstu 10 árum. 

Hvernig setjum við fólk og umhverfi í fyrsta sæti?aðsend

Áburðarverksmiðjan í  Gufunesi // Opnaði dyr sínar fyrir almenningi eftir nýlegar endurbætur. Innan veggja verksmiðjunnar leynist Slökkvistöðin sem er ný vinnustofa og sýningarrými fyrir arkitektúr og rýmislist. Á HönnunarMars í ár verða til sýnis verkefni arkitekta og hönnuða þar sem sjónum er beint að mannkyni og náttúru, hringrás og vongóðri framtíð.

Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu.aðsend

Hönnun og hugmyndafræði í nýju húsi Landsbankans við Reykjastræti er ætlað að efla mannlíf og stuðla að aukinni samvinnu. Húsið er mikilvægur hluti af nýju hverfi sem risið hefur við Hörpu í miðborg Reykjavíkur. Fjallað verður um þau metnaðarfullu markmið um nútímalegt vinnuumhverfi, sjálfbærni, birtu, flæði og hlutverk í nærumhverfi sem miðað var við á öllum stigum hönnunar og við byggingu hússins.

Á þessum líflega viðburði munu teikningar hennar og mynstur lifna við á sannkölluðum óði til vorsins.aðsend

Velkomin um borð í hugarheim hátískuhönnuðarins Helga Björnsson og taktu flugið á vorfögnuði á The Roof á Reykjavik Edition Hotel. Á þessum líflega viðburði munu teikningar hennar og mynstur lifna við á sannkölluðum óði til vorsins og hins íslenska veðurfars.

Sýningarnar verða aðskildar og gefst gestum þvi tækifæri á að sjá tvö góð íslensk hönnunarmerki á sömu kvöldstund.aðsend

Tískusýningar

Farmers Market og Kormákur & Skjöldur sýna hönnun sína á tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningarnar verða aðskildar og gefst gestum þvi tækifæri á að sjá tvö góð íslensk hönnunarmerki á sömu kvöldstund. Sýningin hefst kl.20.00 og verður henni streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi. Opnað verður með fordrykk og tónlist kl 19.30.

Dagskrána í heild má nálgast hér


Tengdar fréttir

Til skoðunar að breyta nafni Hönnunar­mars

Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.