Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 10:24 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, og Virginia „Ginni“ Thomas, eiginkona hans. Hún er fyrirferðamikil í stjórnmálastarfi bandarískra íhaldsmanna. Vísir/Getty Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent