Dansaði við konuna og gæti losnað af spítala bráðlega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 20:59 Guðmundur Felix og Sylvia á góðri stundu. Vilhelm Gunnarsson Létt var yfir Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Gretarsson Nowakowska þar sem þau stigu nokkur dansspor á spítalanum þar sem hann dvelur. Guðmundur hefur gengist undir margar skurðaðgerðir undanfarna daga. „Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum. Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum.
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52
Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56