Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 13:59 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira