Lífið

„Ég væri ekki að koma heim nema fyrir hana“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson mun spila með FH á næsta tímabili í efstu deild hér á landi.
Aron Pálmarsson mun spila með FH á næsta tímabili í efstu deild hér á landi.

Handknattleikskappinn Aron Pálmarsson segist vilja komast til Íslands og verða stærri þáttur í lífi fimm ára dóttur sinnar. Aron hefur búið erlendis í fjórtán ár þar sem hann hefur spilað sem atvinnumaður.

Aron, Jón Jónsson tónlistarmaður og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra voru til umfjöllunar hjá Fannari Sveinssyni í Framkomu á Stöð 2 á dögunum. 

Aron mun ganga til liðs við FH eftir tímabilið og segir skilið við danska liðið Álaborg. Það kom mörgum á óvart að Aron skyldi taka þá ákvörðun að fara aftur heim og úr atvinnumennskunni en í þættinum fer Aron yfir ástæðuna.

„Ég hef búið úti öll mín fullorðinsár. Þetta eru fjórtán ár. Ég hef alltaf bara komið heim til Íslands í frí eða spila með landsliðinu,“ segir Aron og heldur áfram.

„En dóttir mín er stærsta ástæðan fyrir því að ég er að flytja heim. Hún er orðin fimm ára og á sjötta ári. Ég hef búið alla hennar tíð úti og ég vil koma heim og fá að vera meiri þátttakandi í hennar lífi. Það er alveg skrýtið að ég sé að koma heim núna, þannig séð, miðað við aldurinn á mér. Ég ætti að eiga nokkur góð ár eftir úti. Hún er farin að toga helvítið mikið. Ég held ég væri ekki á þessum stað nema fyrir hana og ég væri ekki að koma heim nema fyrir hana.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Ég væri ekki að koma heim nema fyrir hana

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.