Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 07:01 Stórhveli gætu leikið stórt hlutverk í að binda kolefni. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir til skoðunar að láta reyna á réttmæti aðgerðaleysis íslenskra stjórnvalda í umhverfismálum. Vísir/samsett Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki stæði til að ógilda veiðileyfi Hvals hf. þrátt fyrir niðurstöður nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um að fjórðungur hvala líði þjáningar þegar þeir eru drepnir. Samkvæmt lögum eiga drápin að vera skjót og sársaukalaus. Þrátt fyrir þetta taldi Matvælastofnun að lög hefðu ekki verið brotin vegna þess að besti mögulegi búnaður væri notaður við veiðarnar miðað við aðstæður. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að ráðherranum bæri að draga veiðileyfið til baka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að verið sé að skoða hvort að hægt sé að stefna ríkinu fyrir sinnuleysi í garð náttúrunnar líkt og gerst hefur í vaxandi mæli víða erlendis. Dómstólar í Þýskalandi og Hollandi hafa meðal annars skikkað þarlend stjórnvöld til þess að gera meira í loftslagsmálum þar sem aðgerðir þeirra voru taldar ófullnægjandi á undanförnum árum. „Þetta eru svona frekar frammúrstefnuleg dómsmál sem eru núna við Mannréttindadómstól Evrópu. Það er verið að prófa þetta í ýmsum löndum eins og Sviss og Noregi og annars staðar vegna þess að fólki er hreinlega nóg um hversu hægt gengur að ná þessum alþjóðlegu markmiðum,“ segir hún. Flókið að koma máli fyrir íslenska dómstóla en þess virði að reyna Vísar Katrín til nýlegra rannsókna um að hvalir, og sérstaklega stórhveli, bindi umtalsvert magn kolefnis í skrokkum sínum. Þeir séu langlífir og þegar þeir drepist sökkvi þeir til botns og bindi kolefni þar í margar aldir. Hún segir að vegna þess hversu mikið kolefni hvalir bindi sé hægt að halda því fram að lífi og heilsu fólks sé stefnt í hættu með hvalveiðum. Það ætti að vera borðleggjandi fyrir Ísland að stöðva umsvifalaust hvalveiðar þegar fyrir liggi að um dýraníð sé að ræða og að þær hafi skelfileg áhrif fyrir loftslagið. „Sé ákvörðunin sú að gera það ekki er það okkar mat að það sé hægt að láta reyna á réttmæti þess aðgerðaleysis og hreinlega að skapa ríkinu bótaábyrgð. Við erum að skoða þessi mál, hvernig er hægt að koma svona máli fyrir dómstóla,“ segir lögmaðurinn. Flókið gæti þó reynst að fá íslenska dómstóla til þess að taka upp mál af þessu tagi. Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig vel í að auðvelda náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum að láta reyna á rétt náttúrunnar fyrir dómstólum. „Þetta er alveg þess virði að reyna,“ segir hún. Herferðir gegn Íslandi í vændum Undiralda gegn hvalveiðum allt önnur nú en áður, að mati Katrínar. Aðgerðasinnar á boð við Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna, hafi boðað komu sína til Íslands en auk þess sé henni kunnugt um að verið sé að skipuleggja samfélagsmiðla- og jafnvel sniðgönguherferð gegn Íslandi vegna veiðanna. Þekktir listamenn séu á meðal þeirra sem andæfa þeim. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að ráðherra auðnist að horfa á þessa heildarmynd áður en hún tekur sína endanlega ákvörðun um það hvort hún lætur á það reyna að stöðva bara hreinlega veiðarnar núna,“ segir Katrín. Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki stæði til að ógilda veiðileyfi Hvals hf. þrátt fyrir niðurstöður nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um að fjórðungur hvala líði þjáningar þegar þeir eru drepnir. Samkvæmt lögum eiga drápin að vera skjót og sársaukalaus. Þrátt fyrir þetta taldi Matvælastofnun að lög hefðu ekki verið brotin vegna þess að besti mögulegi búnaður væri notaður við veiðarnar miðað við aðstæður. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að ráðherranum bæri að draga veiðileyfið til baka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að verið sé að skoða hvort að hægt sé að stefna ríkinu fyrir sinnuleysi í garð náttúrunnar líkt og gerst hefur í vaxandi mæli víða erlendis. Dómstólar í Þýskalandi og Hollandi hafa meðal annars skikkað þarlend stjórnvöld til þess að gera meira í loftslagsmálum þar sem aðgerðir þeirra voru taldar ófullnægjandi á undanförnum árum. „Þetta eru svona frekar frammúrstefnuleg dómsmál sem eru núna við Mannréttindadómstól Evrópu. Það er verið að prófa þetta í ýmsum löndum eins og Sviss og Noregi og annars staðar vegna þess að fólki er hreinlega nóg um hversu hægt gengur að ná þessum alþjóðlegu markmiðum,“ segir hún. Flókið að koma máli fyrir íslenska dómstóla en þess virði að reyna Vísar Katrín til nýlegra rannsókna um að hvalir, og sérstaklega stórhveli, bindi umtalsvert magn kolefnis í skrokkum sínum. Þeir séu langlífir og þegar þeir drepist sökkvi þeir til botns og bindi kolefni þar í margar aldir. Hún segir að vegna þess hversu mikið kolefni hvalir bindi sé hægt að halda því fram að lífi og heilsu fólks sé stefnt í hættu með hvalveiðum. Það ætti að vera borðleggjandi fyrir Ísland að stöðva umsvifalaust hvalveiðar þegar fyrir liggi að um dýraníð sé að ræða og að þær hafi skelfileg áhrif fyrir loftslagið. „Sé ákvörðunin sú að gera það ekki er það okkar mat að það sé hægt að láta reyna á réttmæti þess aðgerðaleysis og hreinlega að skapa ríkinu bótaábyrgð. Við erum að skoða þessi mál, hvernig er hægt að koma svona máli fyrir dómstóla,“ segir lögmaðurinn. Flókið gæti þó reynst að fá íslenska dómstóla til þess að taka upp mál af þessu tagi. Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig vel í að auðvelda náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum að láta reyna á rétt náttúrunnar fyrir dómstólum. „Þetta er alveg þess virði að reyna,“ segir hún. Herferðir gegn Íslandi í vændum Undiralda gegn hvalveiðum allt önnur nú en áður, að mati Katrínar. Aðgerðasinnar á boð við Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna, hafi boðað komu sína til Íslands en auk þess sé henni kunnugt um að verið sé að skipuleggja samfélagsmiðla- og jafnvel sniðgönguherferð gegn Íslandi vegna veiðanna. Þekktir listamenn séu á meðal þeirra sem andæfa þeim. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að ráðherra auðnist að horfa á þessa heildarmynd áður en hún tekur sína endanlega ákvörðun um það hvort hún lætur á það reyna að stöðva bara hreinlega veiðarnar núna,“ segir Katrín.
Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44