Ísland í krefjandi riðli á EM 2024 í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:28 Strákarnir okkar. Vísir/Vilhelm Dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í handbolta 2024 í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Lentu Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira