Arsenal að ganga frá nýjum samningum við lykilleikmenn Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 17:01 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hlýtur að vera ánægður með það hversu vel gengur að ganga frá nýjum samningum við helstu leikmenn félagsins. Vísir/Getty Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hafa haft í nægu að snúast undanfarið. Arsenal hefur verið í toppbáráttu í deildinni allt yfirstandandi tímabil og lykilleikmenn félagsins eru við það að skrifa undir nýja langtímasamninga. The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
The Athletic greinir frá því í dag að Aaron Ramsdale, aðalmarkvörður Arsenal, sé við það að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Ramsdale, sem gekk í raðir Arsenal sumarið 2021, hefur staðið sig frábærlega hjá félaginu og vilja forráðamenn þess verðlauna hann með nýjum samningi. Aaron Ramsdale hefur slegið í gegn hjá Arsenal Vísir/Getty Núgildandi samningur Ramsdale við Arsenal gildir til ársins 2026 og felur í sér ákvæði þess efnis að hægt sé að framlengja hann enn frekar. Forráðamenn Arsenal vilja hins vegar frekar veita Ramdale nýjan samning. Þá hefur stjörnuleikmaður Arsenal, hinn 21 árs gamli Bukayo Saka, einnig samþykkt að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Bukayo Saka er aðalmaðurinn hjá Skyttunum í ArsenalVísir/Getty Saka hefur verið besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og voru farnar að berast sögusagnir þess efni að önnur lið væru farin að horfa hýrum augum til hans. Leikmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að semja að nýju við uppeldisfélag sitt en núgildandi samningur hans við félagið á að renna út á næsta ári. Þá samdi brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli, sem leikið hefur lykilhlutverk í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili, að nýju við félagið fyrr á árinu. Gabriel Martinelli hefur nú þegar skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal Vísir/Getty Nýji samningur Martinelli rennur út árið 2028 en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur leikið 129 leiki fyrir aðallið Arsenal, skorað 33 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Arsenal eru sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Manchester City sem á einnig leik til góða á Skytturnar. Arsenal á eftir að leika þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester City fjóra.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira