„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2023 18:01 Helio Roque sveipaður íslenskum fána í blaðamannahöllinni í Liverpool. Vísir/helena Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður. „Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni. Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar. „Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld. „Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“ Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan. Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni. Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar. „Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld. „Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“ Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan. Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50