Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2023 16:44 Frá Þjóðskjalasafni sem á að taka við verkefnum Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogsbæjar. vísir Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi. Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón. Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón.
Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira