Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:24 Áhafnarmeðlimir Icelandair mega ekki neyta ADHD-lyfja samkvæmt evrópskri reglugerð sem var nýlega innleidd. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty/samsett Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp. Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp.
Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira