„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 14:01 Erlendur segir að það komi fyrir að krakkar reyni að kaupa þurrís en þeim sé snúið við jafnharðan. Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla. „Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19