Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 18:19 Daníel segir mikilvægt að bændurnir láti kindurnar sem fyrst af hendi. Vísir/Vilhelm Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira