„Við eigum samt fullt inni“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 15:00 Brynjar Vignir Sigurjónsson átti flottan leik í marki Aftureldingar í gærkvöld en sá auðvitað ekki við alveg öllum skotum Haukanna. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjar Vignir Sigurjónsson var óvænt í byrjunarliði Aftureldingar gegn Haukum í fjórða leik æsispennandi einvígis liðanna í Olís-deild karla í handbolta, og stóð sig með prýði í marki Mosfellinga. „Þetta var bara geggjað. Það sem við ætluðum okkur. Við mættum bara klárir,“ sagði Brynjar Vignir eftir að hafa átt sinn þátt í að koma einvíginu í oddaleik með því að verja 13 af 35 skotum sem hann fékk á sig, eða 37%. Aftureldingarmenn höfðu tapað tveimur leikjum með nístingssárum hætti áður en þeir unnu leikinn í gær, 31-30, og eflaust hefur ekki verið auðvelt að hrista af sér vonbrigðin eftir töp þar sem umdeildar dómaraákvarðanir höfðu sitt að segja: „Við höfðum bara alltaf trú á þessu og héldum sama geimplani. Við eigum samt fullt inni. Ég átti sjálfur góðan leik en ég á samt fullt inni, sem og við varnarlega,“ sagði Brynjar Vignir eftir sigurinn á Ásvöllum í gær. Klippa: Brynjar Vignir eftir sigurinn sæta á Haukum Hann segir það að vissu leyti hafa komið sér á óvart að Gunnar Magnússon þjálfari skyldi treysta honum betur en Jovan Kukobat til að byrja leikinn í gær: „Já og nei. Ég fékk að spila mikið í bikarnum og maður veit aldrei hvað Gunni gerir. Hann gaf mér traustið í dag og ég er sáttur með það. Það var gott að fá traustið. Ég fékk ekki að spila í síðasta leik en Jovan var líka góður þá. En það var gott að fá traustið og ég skilaði alla vega einhverju.“ Oddaleikurinn í einvígi Aftureldingar og Hauka er á morgun klukkan 20:15. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Þetta var bara geggjað. Það sem við ætluðum okkur. Við mættum bara klárir,“ sagði Brynjar Vignir eftir að hafa átt sinn þátt í að koma einvíginu í oddaleik með því að verja 13 af 35 skotum sem hann fékk á sig, eða 37%. Aftureldingarmenn höfðu tapað tveimur leikjum með nístingssárum hætti áður en þeir unnu leikinn í gær, 31-30, og eflaust hefur ekki verið auðvelt að hrista af sér vonbrigðin eftir töp þar sem umdeildar dómaraákvarðanir höfðu sitt að segja: „Við höfðum bara alltaf trú á þessu og héldum sama geimplani. Við eigum samt fullt inni. Ég átti sjálfur góðan leik en ég á samt fullt inni, sem og við varnarlega,“ sagði Brynjar Vignir eftir sigurinn á Ásvöllum í gær. Klippa: Brynjar Vignir eftir sigurinn sæta á Haukum Hann segir það að vissu leyti hafa komið sér á óvart að Gunnar Magnússon þjálfari skyldi treysta honum betur en Jovan Kukobat til að byrja leikinn í gær: „Já og nei. Ég fékk að spila mikið í bikarnum og maður veit aldrei hvað Gunni gerir. Hann gaf mér traustið í dag og ég er sáttur með það. Það var gott að fá traustið. Ég fékk ekki að spila í síðasta leik en Jovan var líka góður þá. En það var gott að fá traustið og ég skilaði alla vega einhverju.“ Oddaleikurinn í einvígi Aftureldingar og Hauka er á morgun klukkan 20:15. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti