Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 14:10 Skotíþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi stundað íþrótt sína á Álfsnesi. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi. Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi.
Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30
Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46
Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03