Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 10:36 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir almenning ekki vera í hættu vegna þeirra netárása sem nú standa yfir. Aðsend Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. „Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira