Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 12:30 Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, með nýju tvískiptu tunnuna. Vísir/Sigurjón Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar. Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar.
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37