Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 17-23 | Aron skellti í lás og Haukar fara í úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2023 21:52 Haukar fögnuðu eftir leik Vísir/Hulda Margrét Haukar eru á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn ÍBV eftir sex marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 17-23. Aron Rafn Eðvarðsson fór gjörsamlega á kostum í seinni hálfleik og á stóran þátt í sigri Hauka. Það var uppselt á oddaleik Aftureldingar og Hauka. Sæti í lokaúrslitum var undir og það var rosaleg stemning í húsinu. Liðin voru að mætast í áttunda og þar með í síðasta skiptið á þessu tímabili. Blær Hinriksson skoraði 5 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 4-5 datt Afturelding í stuð og skoraði fimm mörk í röð. Varnarleikur heimamanna var afar þéttur og Haukar voru að skjóta mikið í hávörnina ásamt því var Brynjar Vignir Sigurjónsson að verja vel. Haukar enduðu fyrri hálfleik á jákvæðum nótum þar sem Blær Hinriksson tapaði boltanum og Andri Már Rúnarsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 11-10. Stuðningsmenn Aftureldingar fóru á kostum í kvöldVísir/Hulda Margrét Leikurinn var í jafnvægi þegar tæplega átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þar sem staðan var 15-15. Eftir það hrundi sóknarleikur Aftureldingar. Aron Rafn lokaði markinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Heimamenn gátu ekki keypt sér mark til að bjarga lífi sínu og Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, varði eins og berserkur. Það var ótrúlegt að fylgjast með Aroni Rafni verja hvert skotið á fætur öðru. Afturelding skoraði aðeins eitt mark á tæplega tuttugu mínútna kafla. Haukar unnu að lokum sex marka sigur 17-23. Stuðningsmenn Hauka voru í stuðiVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Vörn og sérstaklega markvarsla Hauka vann þennan leik. Afturelding skoraði aðeins sex mörk í seinni hálfleik. Á síðustu tuttugu og tveimur mínútunum skoraði Afturelding aðeins tvö mörk og þar með fór leikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, fór á kostum þar sem hann dró tennurnar úr leikmönnum Aftureldingar. Aron Rafn varði 15 skot og endaði með 48 prósent markvörslu. Aron Rafn skoraði einnig tvö mörk. Adam Haukur Bamruk var allt í öllu í varnarleik Hauka. Adam Haukur var með tíu löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? Útilína Aftureldingar sá ekki til sólar í seinni hálfleik. Árni Bragi, Þorsteinn Leó og Birkir Benediktsson voru samanlagt með sex mörk úr átján skotum. Afturelding hefði þurft miklu meira framlag frá þeim. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Aftureldingu. Lokaúrslitin hefjast á laugardaginn þar sem ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum. Heimir Óli: Erum komnir á þann stað að okkur langar að vinna þetta Heimir Óli Heimisson og Stefán Rafn fögnuðu eftir leik Vísir/Hulda Margrét Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, var ánægður með sigurinn og farseðilinn í lokaúrslitin. „Þetta var ótrúlegur leikur. Við byrjuðum sterkt en síðan kom slæmur kafli. Síðan í síðari hálfleik náðum við að loka á þá og við vorum geggjaðir,“ sagði Heimir Óli Heimisson eftir leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, fór á kostum en hvernig var fyrir Heimi að fylgjast með honum verja allt sem kom á markið. „Ég veit það ekki þar sem ég var með bakið í hann. Auðvitað er frábært þegar hann er að verja og við vitum að þeir sem eru að skjóta eru ógeðslega góðir í handbolta en hann gerði frábærlega í kvöld.“ Haukar og ÍBV mætast í lokaúrslitum og Heimir Óli var spenntur fyrir því einvígi. „Þetta verður spennandi þar sem bæði lið ætla sér titilinn. Við erum komnir á þann stað að okkur langar að vinna þetta og við munum selja okkur mjög dýrt,“ sagði Heimir Óli Heimisson að lokum. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar eru á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla gegn ÍBV eftir sex marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 17-23. Aron Rafn Eðvarðsson fór gjörsamlega á kostum í seinni hálfleik og á stóran þátt í sigri Hauka. Það var uppselt á oddaleik Aftureldingar og Hauka. Sæti í lokaúrslitum var undir og það var rosaleg stemning í húsinu. Liðin voru að mætast í áttunda og þar með í síðasta skiptið á þessu tímabili. Blær Hinriksson skoraði 5 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Í stöðunni 4-5 datt Afturelding í stuð og skoraði fimm mörk í röð. Varnarleikur heimamanna var afar þéttur og Haukar voru að skjóta mikið í hávörnina ásamt því var Brynjar Vignir Sigurjónsson að verja vel. Haukar enduðu fyrri hálfleik á jákvæðum nótum þar sem Blær Hinriksson tapaði boltanum og Andri Már Rúnarsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 11-10. Stuðningsmenn Aftureldingar fóru á kostum í kvöldVísir/Hulda Margrét Leikurinn var í jafnvægi þegar tæplega átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þar sem staðan var 15-15. Eftir það hrundi sóknarleikur Aftureldingar. Aron Rafn lokaði markinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Heimamenn gátu ekki keypt sér mark til að bjarga lífi sínu og Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, varði eins og berserkur. Það var ótrúlegt að fylgjast með Aroni Rafni verja hvert skotið á fætur öðru. Afturelding skoraði aðeins eitt mark á tæplega tuttugu mínútna kafla. Haukar unnu að lokum sex marka sigur 17-23. Stuðningsmenn Hauka voru í stuðiVísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Vörn og sérstaklega markvarsla Hauka vann þennan leik. Afturelding skoraði aðeins sex mörk í seinni hálfleik. Á síðustu tuttugu og tveimur mínútunum skoraði Afturelding aðeins tvö mörk og þar með fór leikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, fór á kostum þar sem hann dró tennurnar úr leikmönnum Aftureldingar. Aron Rafn varði 15 skot og endaði með 48 prósent markvörslu. Aron Rafn skoraði einnig tvö mörk. Adam Haukur Bamruk var allt í öllu í varnarleik Hauka. Adam Haukur var með tíu löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? Útilína Aftureldingar sá ekki til sólar í seinni hálfleik. Árni Bragi, Þorsteinn Leó og Birkir Benediktsson voru samanlagt með sex mörk úr átján skotum. Afturelding hefði þurft miklu meira framlag frá þeim. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Aftureldingu. Lokaúrslitin hefjast á laugardaginn þar sem ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum. Heimir Óli: Erum komnir á þann stað að okkur langar að vinna þetta Heimir Óli Heimisson og Stefán Rafn fögnuðu eftir leik Vísir/Hulda Margrét Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, var ánægður með sigurinn og farseðilinn í lokaúrslitin. „Þetta var ótrúlegur leikur. Við byrjuðum sterkt en síðan kom slæmur kafli. Síðan í síðari hálfleik náðum við að loka á þá og við vorum geggjaðir,“ sagði Heimir Óli Heimisson eftir leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, fór á kostum en hvernig var fyrir Heimi að fylgjast með honum verja allt sem kom á markið. „Ég veit það ekki þar sem ég var með bakið í hann. Auðvitað er frábært þegar hann er að verja og við vitum að þeir sem eru að skjóta eru ógeðslega góðir í handbolta en hann gerði frábærlega í kvöld.“ Haukar og ÍBV mætast í lokaúrslitum og Heimir Óli var spenntur fyrir því einvígi. „Þetta verður spennandi þar sem bæði lið ætla sér titilinn. Við erum komnir á þann stað að okkur langar að vinna þetta og við munum selja okkur mjög dýrt,“ sagði Heimir Óli Heimisson að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti