Lífið

Ásgeir Trausti með ábreiðu af Sálinni í herferð Ljóssins

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ljósið safnar fyrir nýju húsnæði með herferðinni.
Ljósið safnar fyrir nýju húsnæði með herferðinni. Skjáskot

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, hrindir í dag af stað nýrri herferð undir yfirskriftinni Klukk, þú ert hann! Ásgeir Trausti leggur herferðinni lið með endurútgáfu á laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. 

„Þröngt mega sáttir sitja dugir því miður ekki lengur til,“ segir Erna Magnúsdóttur, framkvæmdastýra Ljóssins í aðsendri grein á Vísi í dag. Hún segir húsnæði Ljóssins vera komið að algjörum þolmörkum, það sé alltof lítið fyrir starfsemina sem hefur orðið meiri á síðustu árum.

Einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Speglast það í því að í fyrra nýttu tæplega þrjátíu þúsund manns sér húsnæði Ljóssins. „Þessi mikla aðsókn veldur því að húsnæði okkar á Langholtsveginum er orðið of lítið og þröngt þrátt fyrir stækkun,“ segir Erna í greininni.

Ljósið vilji tryggja öllum krabbameinsgreindum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda í sínu ferli. „Við biðlum því til einstaklinga, félaga og fyrirtækja um að hjálpa okkur í þessu gífurlega mikilvæga starfi og biðjum þau um að leggja eitthvað til eftir efnahag og getu.“

Yfirskrift herferðarinnar vísar ekki bara í það að einn af hverjum þremur greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Hún vísar einnig í að Ljósið vill fá einstaklinga, fyrirtæki og félög til að klukka hvert annað, hvetja samstarfsfélög eða samkeppnisaðila til að taka þátt í herferðinni.

Klippa: Klukk, þú ert hann!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.