Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. maí 2023 22:10 Bensínstöðvar hafa fyllt tanka sína af nýju umhverfisvænna bensíni sem kallast E10. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. Vísir/Vilhelm Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“ Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“
Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira