Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 10:16 Ragnar segir slíkan fjöldadauða koma í bylgjum síðastliðin misseri. Í fyrra hafi súlur drepist, í ár séu það ritur. Ragnar Guðleifsson Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06