Koepka í forystu fyrir lokahringinn eftir frábæran þriðja dag Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 10:00 Brooks Koepka undirbýr pútt á þriðja hringnum í gær. Vísir/Getty Brooks Koepka er með eins höggs forystu á Corey Conners og Viktor Hovland fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í dag. Koepka lék frábærlega í gær og lauk þriðja hringnum á fjórum höggum undir pari og er á sex undir samtals. Norðmaðurinn Viktor Hovland og Kanadamaðurinn Corey Conners koma í humátt á eftir en báðir léku þeir á pari í gær og eru samtals á fimm höggum undir. Fleiri kylfingar gætu vel blandað sér í baráttuna. Bryson DeChambeu er á þremur höggum undir pari og þeir Justin Rose, Scottie Scheffler og Rory McIlroy eru allir í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni, Rose og Scheffler á tveimur undir en McIlroy á einu höggi undir pari. Mother Nature brought it today. The field responded. Saturday at the #PGAChamp pic.twitter.com/6TlpiGZmVZ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 Scheffler og Justin Suh voru í góðri stöðu eftir fyrstu tvo hringina en léku báðir á þremur höggum yfir pari á þriðja hringnum í gær og duttu niður töfluna. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í dag enda rigndi mikið en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending frá lokahringnum í dag klukkan 17:00. Guess who's back. Back again.2-time #PGAChamp fires a stellar 66 in his quest to lift the Wanamaker a third time. pic.twitter.com/HcR0m2DBNw— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 PGA-meistaramótið Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Koepka lék frábærlega í gær og lauk þriðja hringnum á fjórum höggum undir pari og er á sex undir samtals. Norðmaðurinn Viktor Hovland og Kanadamaðurinn Corey Conners koma í humátt á eftir en báðir léku þeir á pari í gær og eru samtals á fimm höggum undir. Fleiri kylfingar gætu vel blandað sér í baráttuna. Bryson DeChambeu er á þremur höggum undir pari og þeir Justin Rose, Scottie Scheffler og Rory McIlroy eru allir í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni, Rose og Scheffler á tveimur undir en McIlroy á einu höggi undir pari. Mother Nature brought it today. The field responded. Saturday at the #PGAChamp pic.twitter.com/6TlpiGZmVZ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023 Scheffler og Justin Suh voru í góðri stöðu eftir fyrstu tvo hringina en léku báðir á þremur höggum yfir pari á þriðja hringnum í gær og duttu niður töfluna. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í dag enda rigndi mikið en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending frá lokahringnum í dag klukkan 17:00. Guess who's back. Back again.2-time #PGAChamp fires a stellar 66 in his quest to lift the Wanamaker a third time. pic.twitter.com/HcR0m2DBNw— PGA Championship (@PGAChampionship) May 21, 2023
PGA-meistaramótið Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira