Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 14:38 Arndís Kristín þakkaði Jóni fyrir skýr svör, það lægi þá fyrir að Leiðtogafundurinn hafi verið nýttur til að vígbúa lögregluna án þess að nokkur umræða hafi farið fram þar um. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira