„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 09:01 Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson voru hressir þegar Gaupi hitti þá í gær. Stöð 2 Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira