Hefur búið í bílnum sínum nánast allt skiptinámið Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2023 21:00 Bob þarf ekki margt til að líða vel í bílnum. Vísir/Einar Hollenskur skiptinemi ákvað að gera sér heimili í bílnum sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening. Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl. Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira