„Ógeðslega óþægilegt“ ástand eftir piparúða á LÚX Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. maí 2023 09:59 Lögregla mætti á staðinn en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Vísir/Vilhelm Uppi varð fótur og fit á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags þegar piparúða var spreyjað yfir hóp af fólki á skemmtistaðnum LÚX Nightclub í Austurstræti. Vitni lýsir ástandinu sem myndaðist sem ógeðslega óþægilegu. Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins
Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51
Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25
Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06