Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 19:01 Katrín segir undanþáguákvæðið táknrænan stuðning við Úkraínu. GETTY IMAGES/SERGII KHARCHENKO Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.
Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira