Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 20:39 Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir ætla sér að taka slaginn með Selfyssingum í Grill 66-deildinni næsta vetur. Samsett Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni. UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni.
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Sjá meira