- Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.
Þetta er það eina sem getur lamað framvindu þína og stoppað þau tengsl sem þú þarft nauðsynlega að hafa, svo teldu bara upp að tuttugu og þá er hugsunin og skoðunin horfin í bili.
Það vilja allir vera með þér og dýrka og dá þína hæfileika, og það er sjaldnast að þú lendir á milli tannanna á fólki, því að í eðli þínu ertu bæði skemmtileg, síðasta persónan úr partýinu, jafnvel keyrir alla heim og finnur yfirleitt alltaf lausnir, sérstaklega fyrir aðra. Þú ert góður sálfræðingur og mótar sjálf persónu þína og þá er það best fyrir þig að skoða; hver er þín fyrirmynd sem getur verið breytilegt og það geta margir komið upp í huga þinn varðandi það. Þessi hugsun skapar fyrirtækið þig.
Þú ert einstaklega góð í foreldrahlutverkinu, þér hæfir svo sannarlega að hafa dýr í kringum þig því að þú finnur á þér og skynjar hvað er best, bæði fyrir menn og dýr. Þú tekur líka oft að þér umkomulausa, þá sem eru ekki vinsælir alls staðar og þetta er svo mikið sem þú hefur að bera í kærleikanum, svo slepptu því alveg að dæma aðra, þá munt þú ekki dæmd verða.
Þetta er skemmtilegt sumar, því að þú munt slaka á og njóta. Ástin verður yndisleg og tær meðan þú krefst þess ekki að persónan sem þú vilt hafa við hlið þér breytist og hamingjan er með sömu kennitölu og þú.

- Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, 29. ágúst
- Cameron Diaz, leikkona, 30. ágúst
- Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör), rappari, 31. ágúst
- Keanu Reeves, leikari, 2. september
- Beyoncé Giselle Knowles-Carter, söngkona, 4. september
- Beyoncé Knowles, söngkona, 4. september
- Ari Eldjárn, grínisti, 5.september
- Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, 16. september
- Annie Mist Þórisdóttir, crossfit stjarna, 18. september