Ruddust inn á bæjarskrifstofurnar þegar enginn kom til að ræða við þau Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2023 11:56 Vísir/Elísabet Inga Mikill fjöldi fólks ruddist inn á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar skömmu fyrir hádegi eftir að það hafði komið saman, staðið og mótmælt fyrir utan skrifstofur sveitarfélagsins klukkan 11 til að sýna leikskólastarfsmönnum stuðning. Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga
Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22