Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 22:48 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira