Gaupi fékk morðhótanir á miðju heimsmeistaramóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:01 Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson las í gær íþróttafréttir í síðasta skipti á Stöð 2. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson kláraði sína síðustu sjónvarpsvakt á Stöð 2 í gærkvöldi og eftir íþróttafréttirnar var Ísland í dag helgað honum og meira en þremur áratugum hans sem íþróttafréttamaður. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær. HM 2023 í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira
Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær.
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira