Simmi Vill segir ríkistjórnina einfaldlega skipaða aumingjum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. júní 2023 12:03 Sigmar Vilhjálmsson er ósáttur með vinnubrögð ríkistjórnarinnar í tengslum við vaxtahækkanir í landinu. Vísir/Vilhelm „Ég segi það hér og nú þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson viðskiptamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, um ríkisstjórn Íslands. Hann segir ráðherrana stinga hausnum í sandinn og setja alla ábyrgð vaxtahækkana á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra Íslands. Sigmar er heitt í hamsi í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna um stöðu samfélagsins í kjölfar frekari vaxtahækkana og spyr sig hvernig fólk eigi að hafa efni á að borga ört hækkandi húsnæðislán. Sigmar er ekki einn um það að bauna á stjórnvöld fyrir skort á viðbrögðum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur verið harðorð undanfarna viku og sömuleiðis verkalýðsfélögin. Þá hafa um tvö hundruð manns meldað sig á mótmæli á Austurvelli í dag klukkan 13. „Ekkert helvítis væl lengur. Berum glæpahyskið út,“ er yfirskrift mótmælanna. Lætur íslenska veðrið ekki trufla sig „Veðrið hefur ekki áhrif á mig sem betur fer en hef alveg samúð með þeim sem sveifla skapi út af veðri. Það er alveg ferlegt,“ segir Sigmar og heldur áfram: „En bættu svo ofan á það að verðbólgu hækkanir og húsnæðislán fólks hafa hækkað um 150 til 200 þúsund á einum mánuði. Hvernig á fólk að hafa efni á þessu?“ Sigmar gerðist boðflenna á árshátíð Alþingis um miðjan maí. Þar virtist fókus Sigmar reyndar á að dansa við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra frekar en að segja ráðherrum til syndanna. „Á sama tíma eru fréttir af methagnaði bankanna og að það eigi að setja launaþak á opinbera starfsmenn. Svo í alvöru mætir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og segir bara að þetta hafi verið lög sem voru sett á árið 2019. Þetta er svona 6,7 prósent hækkun sem eru 141 þúsund hækkun á til dæmis fjármálaráðherra,“ segir Sigmar og minnir á að Katrín hafi samþykkt lögin. Forsætisráðherra segir fyrirkomulagið gott Katrín rifjaði upp í samtali við fréttastofu í vikunni að fyrirkomulaginu hefði verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði Katrín aðspurð hvort hún skyldi gremju almennings vegna hækkananna. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. Hækka laun ráðherra en setja ábyrgð á seðlabankastjóra „það er algjörlega galið ef alþingismenn og ráðherrar ætla í alvöru að hækka laun sín sem þessu nemur og láta eins og ekkert sé og taka ekki ábyrgð,“ heldur Sigmar áfram og segir seðlabankastjóra hafa bent á að ríkisstjórnin þyrfti að sýna aðhald og draga úr kostnaði fyrir kjör landsmanna. „Ríkisstjórnin kennir seðlabankastjóra um allt og stingur hausnum í sandinn. Ég bara segir það hér og nú og ætla að tala íslensku, þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar og telur ráðherra ekki axla ábyrgð. „Nei nei nei Simmi, þetta verður þú að taka til baka,“ segir Hugi og reynir að malda í móinn. Samtal þeirra vina má heyra í heild sinni hér. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21 Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Sigmar er heitt í hamsi í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna um stöðu samfélagsins í kjölfar frekari vaxtahækkana og spyr sig hvernig fólk eigi að hafa efni á að borga ört hækkandi húsnæðislán. Sigmar er ekki einn um það að bauna á stjórnvöld fyrir skort á viðbrögðum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur verið harðorð undanfarna viku og sömuleiðis verkalýðsfélögin. Þá hafa um tvö hundruð manns meldað sig á mótmæli á Austurvelli í dag klukkan 13. „Ekkert helvítis væl lengur. Berum glæpahyskið út,“ er yfirskrift mótmælanna. Lætur íslenska veðrið ekki trufla sig „Veðrið hefur ekki áhrif á mig sem betur fer en hef alveg samúð með þeim sem sveifla skapi út af veðri. Það er alveg ferlegt,“ segir Sigmar og heldur áfram: „En bættu svo ofan á það að verðbólgu hækkanir og húsnæðislán fólks hafa hækkað um 150 til 200 þúsund á einum mánuði. Hvernig á fólk að hafa efni á þessu?“ Sigmar gerðist boðflenna á árshátíð Alþingis um miðjan maí. Þar virtist fókus Sigmar reyndar á að dansa við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra frekar en að segja ráðherrum til syndanna. „Á sama tíma eru fréttir af methagnaði bankanna og að það eigi að setja launaþak á opinbera starfsmenn. Svo í alvöru mætir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og segir bara að þetta hafi verið lög sem voru sett á árið 2019. Þetta er svona 6,7 prósent hækkun sem eru 141 þúsund hækkun á til dæmis fjármálaráðherra,“ segir Sigmar og minnir á að Katrín hafi samþykkt lögin. Forsætisráðherra segir fyrirkomulagið gott Katrín rifjaði upp í samtali við fréttastofu í vikunni að fyrirkomulaginu hefði verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði Katrín aðspurð hvort hún skyldi gremju almennings vegna hækkananna. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. Hækka laun ráðherra en setja ábyrgð á seðlabankastjóra „það er algjörlega galið ef alþingismenn og ráðherrar ætla í alvöru að hækka laun sín sem þessu nemur og láta eins og ekkert sé og taka ekki ábyrgð,“ heldur Sigmar áfram og segir seðlabankastjóra hafa bent á að ríkisstjórnin þyrfti að sýna aðhald og draga úr kostnaði fyrir kjör landsmanna. „Ríkisstjórnin kennir seðlabankastjóra um allt og stingur hausnum í sandinn. Ég bara segir það hér og nú og ætla að tala íslensku, þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar og telur ráðherra ekki axla ábyrgð. „Nei nei nei Simmi, þetta verður þú að taka til baka,“ segir Hugi og reynir að malda í móinn. Samtal þeirra vina má heyra í heild sinni hér.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21 Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21
Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00