Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:00 Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn. Vísir/Samsett mynd Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica segir Einar Þorstein Ólafsson, leikmann liðsins hafa tekið miklum framförum en félagið er hans fyrsti viðkomustaður á atvinnumannaferlinum. Þá megi greina takta hjá leikmanninum sem faðir hans, handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, bjó yfir í leik sínum. Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“ Danski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“
Danski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira