Ótrúleg dramatík þegar Royal Antwerp vann fyrsta meistaratitilinn í 66 ár Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 23:00 Mark Van Bommer knattspyrnustjóri Royal Antwerp og hetjan Toby Alderweireld fagna meistaratitlinum. Vísir/Getty Toby Alderweireld er líklegast kominn í hóp elífðarhetja hjá belgíska félaginu Royal Antwerp. Hann tryggði liðinu í dag belgíska meistaratitilinn með marki á síðustu mínútu í leik gegn Genk. Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti. Belgíski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem leikin var í dag. Royal Antwerp og Union Saint-Gilloise voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina og Genk aðeins einu stigi á eftir en Genk og Antwerp mættust í úrslitaleik í dag. Þegar komið var fram á 89. mínútu leiks Union Saint-Gilloise og Club Brugge var fyrrnefnda liðið í kjörstöðu. Liðið var 1-0 yfir og Genk á sama tíma í forystu gegn Royal Antwerp sem þýddi að Union Saint-Gilloise yrði meistari myndi leikirnir enda þannig. 89': Union Saint-Gilloise are set to be crowned champions.91': Genk are set to be crowned champions.94': Toby Alderweireld's last-gasp screamer sees Royal Antwerp win their first league title since 1957.An amazing final five minutes in the Belgian Pro League... pic.twitter.com/LgCRFXaaHr— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 4, 2023 Þá hófst hins vegar ótrúleg dramatík. Club Brugge jafnaði metin á 89. mínútu og Genk skyndilega komið í efsta sætið. Club Brugge bætti tveimur mörkum við í uppbótartíma sem þýddi að Union Saint-Gilloise var búið að stimpla sig út í baráttunni um titilinn og ljóst að Genk eða Royal myndi hampa titlinum. Þegar komið var fram í uppbótartíma var Genk 2-1 yfir í leiknum gegn Royal Antwerp. Genk hafði náð forystunni með marki Toluwalase Arokodare í fyrri hálfleik en Gyrano Kerk jafnað fyrir Royal Anwerp á 58. mínútu. Bryan Heynen kom Genk svo í 2-1 á 75. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það mark myndi færa Genk fimmta meistaratitil liðsins. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hins vegar Toby Alderweireld, fyrrum leikmaður Tottenham, stórkostlegt mark fyrir Antwerp sem skyndilega var komið í efsta sætið. FT: Genk 2-2 Antwerp FT: USG 1-3 Club BruggeClub Brugge scored an 89' equaliser and a 90+3' go-head goal to take the title away from Union Saint-Gilloise.Toby Alderweireld's 90+4' equaliser for Antwerp secured the first league title since 1957 for his boyhood club. pic.twitter.com/sn99po1l7p— Squawka Live (@Squawka_Live) June 4, 2023 Leikmenn Royal Antwerp héldu út síðustu mínúturnar og fögnuðu gríðarlega í leikslok. Toby Alderweireld er fæddur í borginni Antwerp og hafði lofað því að ljúka ferlinum með liði Royal Antwerp. Hann stóð við sitt, kom til liðsins síðasta sumar og í kvöld tryggði hann liðinu fyrsta meistaratitilinn síðan árið 1957. An all-time great football moment. Toby Alderweireld joined hometown club Royal Antwerp last summer, as he always promised he would. Tonight, he has won them their first league title since 1957 with this incredible strike vs Genk in the 94th minute! pic.twitter.com/KIysphCZKk— Colin Millar (@Millar_Colin) June 4, 2023 Royal Antwerp lauk keppni með 47 stig í efsta sæti og Genk í öðru sæti með 46 stig og betri markatölu en Union Saint-Gilloise sem einnig endaði með 46 stig í þriðja sæti.
Belgíski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira