Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:42 Loga Tómassyni var heitt í hamsi líkt og fleirum, eftir jafnteflið við Breiðablik á föstudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira