Hveitibrauðsdagar Hareide: „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 08:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær leikmannahóp liðsins fyrir hans fyrsta verkefni þar sem Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal. Hann tók við liðinu um miðjan apríl og segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið ánægjulega. Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti