„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2023 17:01 Dagbjartur útskrifaðist úr Klettaskóla í gær. Aðsend Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“ Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira